fbpx
Frí sending með Dropp ef þú verslar fyrir 15.000 kr eða meira!

Friendly – Aloe Vera sápa

750 kr.

Þessi Aloe Vera sápa er hrein og lyktarlaus og róar viðkvæma húð. Sápan inniheldur aðeins mild og náttúruleg efni. Inniheldur hvorki lyktarefni, litarefni né sterk kemísk efni – eingöngu náttúrulegar rakagefandi olíur og nærandi Aloe Vera.

Aðeins fjögur innihaldsefni: Kókosolía, Shea Butter, Ólífuolía, Aloe Vera og smá vatn.

Á lager

Vörulýsing

Aloe Vera er rík af C- og E-vítamínum ásamt beta-karótíni og er þekkt fyrir þá eiginleika að vera bæði nærandi og græðandi fyrir húðina. Náttúrulegar olíur í sápunni gera hana mjúka og nærandi. Fullkomin blanda sem gerir það að verkum að sápan hreinsar vel. Sápuna má nota á allan líkamann, einnig á viðkvæma húð.

Þyngd: 95 gr.

Sápurnar frá Friendly eru án pálmaolíu, parabena, súlfats, tríklósan, phthalate (þalöt) og eru ekki prófaðar á dýrum.

Umbúðir eru úr endurunnum pappír, eru án plasts og þær má endurvinna.

Friendly sápurnar eru jafnframt skráðar og samþykktar hjá The Vegan Society og Cruelty Free International ásamt því að fá hæstu einkunn hjá The Ethical Consumer.

Innihald: Sodium Cocoate, Sodium Olivate, vatn, Butyrospermum Parkii Butter (Shea Butter), Aloe Barbadensis (Aloe Vera) og Leaf Powder.

Framleitt af Friendly í Bretlandi.

Friendly Soap er lítið handverks fyrirtæki í Bretlandi sem framleiðir sápur með hreinni samvisku. Markmið og hugsjón þeirra er að framleiða sápur sem hafa eins lítil skaðleg áhrif á náttúruna og heilsu fólks og unnt er. Starfsemin miðast að því að starfa að heilindum þar sem siðferði, umhverfið og náttúran er framar hagnaði fyrirtækisins.

 

 

0
0