Friendly – Lavender sápa
Lavender er náttúruleg tímalaus klassík og veitir afslappandi og hreinsandi upplifun.
Smátt skorin blómin af Lavender í blöndunni bæta við mildum skrúbb sem vinnur með ilmkjarnaolíunni að því að veita þér róandi og góða tilfinningu um hreinleika.
Lavender hefur verið dásamað fyrir þá eiginleika að minnka taugaspennu og sársauka ásamt því að stótthreinsa húð og auka blóðflæði.
Vörulýsing
Þessi frábæru Friendly sápustykki eru handgerð úr Kókosolíu, Shea Butter, Ólífuolíu, Lavender ilmkjarnaolíu, Lavender blómum og vatni.
Sápurnar eru án pálmaolíu, parabena, súlfats, tríklósan, phthalate (þalöt) og eru ekki prófaðar á dýrum.
Umbúðir eru úr endurunnum pappír, eru án plasts og þær má endurvinna.
Friendly sápurnar eru jafnframt skráðar og samþykktar hjá The Vegan Society og Cruelty Free International ásamt því að fá hæstu einkunn hjá The Ethical Consumer.
Innihald: Sodium Cocoate, Sodium Olivate, vatn, Butyrospermum Parkii Butter (Shea Butter) og Lavandula Angustifolia (Lavender). Ilmkjarnaolían inniheldur: Linalool, Limonene, Geraniol og Lavandula Angustifolia flowers (Lavender).
Framleitt af Friendly í Bretlandi.
Friendly Soap er lítið handverks fyrirtæki í Bretlandi sem framleiðir sápur með hreinni samvisku. Markmið og hugsjón þeirra er að framleiða sápur sem hafa eins lítil skaðleg áhrif á náttúruna og heilsu fólks og unnt er. Starfsemin miðast að því að starfa að heilindum þar sem siðferði, umhverfið og náttúran er framar hagnaði fyrirtækisins.