Skin Recovering Silki Koddaver – Hvítt
Frábært koddaver framleitt úr einstaklega mjúku 23 momme Mulberry silki, sem eru hæstu gæðin í silkivörum.
Hannað af húðsjúkdómalæknum til að endurheimta húðina og vernda gegn bakteríum sem valda ertingu og bólum.
Án ofnæmisvaldandi efna.
Vörulýsing
+ Kemur í veg fyrir ertingu í húð
+ Kemur í veg fyrir fínar línur og hrukkur
+ Minnkar hárbrot og hárlos
+ Rúmföt sem veita lúxus tilfinningu
+ Gerir húðina mýkri og tærari
+ Bakteríudrepandi Silvadur® tækni
+ Náttúruleg gæða efni
Stærð: 60 x 70 cm.
Efni: 23 momme Mulberry silki – hæstu gæði í silkivörum.
Falinn rennilás.
Oeko-Tex® vottaðar vörur sem eru ekki prófaðar á dýrum. Engin viðbætt gerviefni.
Kemur í fallegri öskju.
Þvottaleiðbeiningar: Mælt er með að nota PH-hlutlaust fljótandi þvottaefni. Rólegt prógram eða handþvott við 30 gráður, ekki skal setja silkið í þurrkara. Best er að hengja það upp til þerris og strauja til að fá mjúk áhrif í efnið.
Framleiðandi Dore & Rose, Hollandi.
DORE & ROSE
Dore & Rose framleiðir einnig vinsælu svefngrímurnar ,,Deep Sleep Mask“ úr silfurblásnu Mulberry silki. Svefngríman veitir 100% ljósblokkun, auðveldar þér að sofna og hjálpar til við að ná lengri REM svefni. Á sama tíma hugsar hún vel um húðina.
Dore & Rose notast við siðferðislega og sjálfbæra framleiðsluhætti samkvæmt BSCI vottun sem fyrirtækið hefur. Allar vörur eru framleiddar úr hágæða efnum, bera SGS vottorð og OEKO-TEX vottun.