fbpx
Frí sending með Dropp ef þú verslar fyrir 15.000 kr eða meira!

Andlitsolía með Granateplum og Hafþyrni 30ml.

3.690 kr.

Þétt og nærandi blanda af olíum úr granateplakjörnum, hafþyrni og hampi, sem gefur húðinni náttúrulegan ljóma. Öflug olíublanda sem getur stuðlað að jafnari húðtón, dregið úr bólgum og komið jafnvægi á húðina.

Frábær olía fyrir andlitsnudd með Gua Sha steini.

Olían fer vel inn í húðina, má bera á húðina áður en farði er notaður eða blanda nokkrum dropum út í andlitsfarðann til að fá aukinn ljóma.

Amphora Aromatics.

Á lager

Vörulýsing

Vegan

100% náttúrulegt.

Berist á hreina húð kvölds og/eða morgna. Má nota eitt sér eða með öðru rakakremi.

Hvað gera innihaldsefnin fyrir þig?

Jojoba olía: Einn besti eiginleiki Jojoba olíu er hvað hún líkist okkar náttúrulegu húðfitu. Hún gengur vel inn í húðina, nærir og gefur raka og verndar húðina gegn þurrk. Hún er mild og róandi og hentar öllum húðtegundum.

Hampolía: Gefur húðinni góðan raka, kemur jafnvægi á fitustig húðarinnar og dregur úr bólgum. Styrkir varnarlag húðarinnar.

Granatepla fræolía: Rík af A- og C-vítamíni sem styrkir varnarlag húðarinnar ásamt því að stuðla að aukinni kollagen framleiðslu og stinnari húð.

Hafþyrnisolía: Inniheldur 10 sinnum meira af C-vítamín en appelsínur, hátt hlutfall af E-vítamíni, B-vítamín, náttúruleg karótenóið og Omega 3,6,7 og 9. Hafþyrnisolía getur hjálpað við að róa og draga úr bólgum í húð, koma jafnvægi á húðina og gefur henni fallegan ljóma og heilbrigt útlit.

Sólblómaolía: Þessi kaldpressaða olía er rík af E-vítamíni og gefur húðinni raka og ljóma.

E-vítamín: Öflugt andoxunarefni sem er þekkt fyrir nærandi og verndandi eiginleika.

Innihald: Jójóba olía (Simmondsia chinensis)*, Hampfræja olía (Cannabis sativa)*, Granatepla fræolía (Punica granatum)*, Hafþyrnisolía (Hippophae rhamnoides)*, Sólblómaolía (Helianthus annuus), E-vítamín (Tocopherol), *Lífrænt.

Framleitt og pakkað í Bretlandi í glerflösku með pípettu.

0
0