fbpx
Frí sending með Dropp ef þú verslar fyrir 15.000 kr eða meira!

Friendly – Konjac Svampur

1.290 kr.

Frábær Konjac svampur sem er hentugur til daglegrar húðhreinsunar.

Japanskar konur hafa notað Konjac svampinn í yfir 1500 ár til að hreinsa andlitið. Kóreubúar nota hann til að þrífa börn.

Með reglulegri notkun getur hann komið í veg fyrir bólumyndun.

Á lager

Vörulýsing

Konjac svampurinn er búinn til úr konjac rót sem lítur út eins og risastór kartafla. Rótin er uppskorin á meðan blóm plöntunnar ilma. Rótin er síðan möluð í fínt duft. Duftið er blandað með vatni, sett í ofn og svampurinn búinn til.

Aðeins tvö innihaldsefni; konjac duft og vatn.

Bleytið svampinn með vatni og þá bólgnar hann út og verður mjúkur, nuddaðu svo húðina varlega með svampinum. Eftir notkun er mælt með að skola svampinn með vatni til að hreinsa burt óhreinindi sem í honum kunna að vera.

Hægt er að nota rósavatn eða hefðbundnar vörur með svampinum. Aðrar vörur eiga ekki að skaða svampinn ef hann er skolaður vel eftir notkun.

Best er að láta svampinn þorna á milli notkunnar, bómullarspotti er á honum svo hægt sé að hengja hann upp.

Umhverfisáhrif:
Líftími hvers svamps er u.þ.b. þrír mánuðir en fer eftir notkun. Eftir það fer hann að molna. Þá er lag að setja hann í moltukassann.

Kemur í pappaöskju sem er 100% endurvinnanleg.

0
0