fbpx
Frí sending með Dropp ef þú verslar fyrir 15.000 kr eða meira!

Moya Matcha – Traditional, Lífrænt Grænt Te 30gr.

3.300 kr.

Moya Matcha Traditional er hágæða lífrænt matcha með bitursætu bragði, grænt að lit og með rjómalagaðri áferð.

Ríkulegt tebragð sem hentar fullkomlega til að drekka eitt og sér eða nota í smoothies og límonaði.

Kemur frá Japan og er 100% lífrænt vottað.

Á lager

Vörulýsing

Upprunaland: Japan
Bragð: Yfirvegað og jafnt bragð með beiskjukeim
Mælt með í : Matcha athöfn, hentar í bæði heitt og kalt vatn, matcha latte, matcha límonaði, matcha kokteila.
Innihald: 100% lífrænt vottað matcha grænt te úr fyrstu og annari uppskeru.

Um Moya matcha

Moya Matcha Traditional er ræktað í Uji-héraði í Kyoto, en það er þekkt fyrir ræktun á hágæða grænu tei í yfir 800 ár. Uji-svæðið er frægt fyrir frjósaman jarðveg og hreint vatn. Grænu teplönturnar þar búa við kjöraðstæður til vaxtar þökk sé hæðum sem veita gott sólarljós og algengs þokumisturs sem verja viðkvæm blöð fyrir frosti og mikilli úrkomu. Moya Matcha er vandlega ræktað og uppskorið á litlum lífrænum teökrum í eigu hverra fjölskyldu. Það er síðan unnið á staðnum í Japan og sent í litlum lotum til að tryggja hámarks ferskleika fyrir allar tegundirnar okkar. Þetta hjálpar til við að varðveita alla eiginleika teblaðsins og viðhalda miklu magni steinefna og andoxunarefna.

Moya Matcha er með lífræna laufblaðið sem er vottunarmerki ESB og hefur einnig fengið Tún vottun.

0
0